Rúnar Gíslason kokkur á Spírunni og hjá veisluþjónustunni Kokkarnir

Hæ!

Ég nýt þess að elda á Spírunni, veitingastaðnum mínum, og undirbúa dýrðlegar veislur á kokkarnir.is þar sem ég rek veisluþjónustu.

En dýrmætasta eldhúsið okkar allra er auðvitað eldhúsið heima. Þar eru haldnar eftirminnilegustu veislunar með mikilvægasta fólkinu. Allir geta reitt fram veislu heima til að njóta með fjölskyldunni eftir ævintýri dagsins, það þarf nefnilega ekki að vera flókið til að vera gott.  

Vonandi finnið þið rétti hér sem fjölskyldan getur notið saman. 

Kærar kveðjur,

Rúnar Gíslason hjá kokkarnir.is (veisluþjónusta) og Spírunni veitingastað. 

 

 

Hér eru svo nokkrar uppskriftir sem ég valdi á uppskriftavef Heimkaupa og mæli með að þið prófið. Þær eru ýmist frá Gott í matinn, Gerum daginn girnilegan eða annars staðar frá. Mér líst vel á þær, vonandi ykkur líka ☺️