Yes or No þungunarpróf
1.999 kr.

YES OR NO þungunarprófið er fljótlegt og einfalt þungunarpróf sem konan getur gert sjálf og mælir magn hormónsins hCG (human chorionic gonadotropin) í þvaginu, en það segir til um hvort þungun hefur orðið eða ekki. Prófið er gert með því að halda vökvadræga pinnanum í þvagbununni eða dýfa honum í þvag sem hefur verið safnað í ílát. Hvernig prófið er notað Fjarlægðu lokið og haltu í hinn endann á prófunaráhaldinu. Haltu vökvadræga pinnanum í að minnsta kosti 10 sekúndur í þvagbununni þar til hann er orðinn alveg blautur. Gættu þess vel að þvag fari ekki á próf- og viðmiðunargluggana. Einnig getur þú látið þvag þitt renna í hreint og þurrt ílát og dýft vökvadræga pinnanum lóðréttum í það í að minnsta kosti 10 sekúndur. Strax og þú hefur fjarlægt prófáhaldið úr þvagbununni/ ílátinu skaltu setja lokið á aftur, láta próf- og viðmiðunargluggana snúa upp og byrja að taka tímann. Þegar prófið hefst sérð þú ef til vill ljósrautt flæði fara yfir próf- og viðmiðunargluggana á prófáhaldinu. Eftir þrjár mínútur er hægt að skoða niðurstöðuna. Ef engin rauð lína birtist skal bíða einni mínútu lengur. Jákvæð niðurstaða getur komið fram eftir eina mínútu eða styttri tíma, eftir því hver styrkur hCG er. Ekki skal lesa niðurstöðu eftir 10 mínútur. ? Hvernig á að lesa niðurstöðurnar? Sjáist tvær rauðar línur, bæði í prófglugganum og viðmiðunarglugganum, er líklegt að þú sért þunguð. Önnur línan getur verið ljósari en hin, þær þurfa ekki að vera alveg eins. Hvernig virkar prófið? Þungunarprófið YES OR NO finnur hormón í þvaginu sem líkaminn framleiðir á meðgöngu (hCG). Hversu fljótt eftir að grunur um þungun vaknar er hægt að gera prófið? Hægt er að prófa þvagið strax fyrsta daginn eftir að tíðir áttu að hefjast. ?