Veet vaxstrimlar andlit 16stk

Vaxstrimlar fyrir andlit sem eru auðveldir í notkun. Árangur sem endist í allt að 4 vikur.
Íslenskar leiðbeiningar. Lesið leiðbeiningar fyrir notkun. Passið að húðin sé hrein og þurr áður en vaxið er notað. Það er ekki nauðsynlegt að nudda strimlana milli handana áður en þú notar þá. Þú nærð framúrskarandi árangri með aðeins 4 skrefum.
1)Fjarlægið vax strimlana varlega í sundur. Tvær ræmur tilbúnar til notkunar. Ábending: Haldið strimlunum eins nálægt húðinni og mögulegt er. Ekki draga strimilinn út, það mun aðeins brjóta hárin.
2)Meðhöndlið hvora hlið á vörinni (hægri og vinstri) fyrir sig. Setjið ræmu á helming af efri vörinni og nuddið nokkrum sinnum í átt að hárvextinum (frá nefinu)
3) Haldið húðinni stífri til að forðast óþægindi. Fjarlægið ræmuna mjög hratt í einni skjótri hreyfingu á móti hárvextinum, í átt að nefinu. Því hraðar og ákveðnari sem þú kippir í ræmuna því betri árangur. Endurtakið hinu megin á efri vör. Nota má hvern strimil nokkrum sinnum eða þar til að hann hefur misst grip sitt.
4) Eftir vax, fjarlægið umfram vax með þurrkum sem fylgja.