Wok núðlur með nautakjöti & grænmeti

Steiktar núðlur með nautakjöti & steiktu grænmeti, nú verður veisla!

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 400gr núðlur
  • 2 pakkar af mínútu steik ( nautakjöt)
  • 3 stk hvítlauksrif
  • 2 msk soya sósa
  • 3-4 stk gulrætur skornar þunnt
  • 1/2 blaðlaukur skorinn þunnt
  • 1 msk sesamfræ
  • Smá bútur af fersku engiferi niðurrifið

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefnin í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

    *** ATH mínútu steikin er frosin og því þarf að gera ráð fyrir tíma að láta hana þiðna*


    Aðferð:

    1. Byrjið á að undirbúa smá mareneringu fyrir kjötið. Blandið saman 2 msk soya sósu, merjið 3 hvítlauksrif, 2 msk engifer rifið og svartan pipar. Látið kjötið liggja í marenergunni í 20-40 mínútur eða lengur ef tími gefst.
    2. Steikið grænmeti á pönnu upp úr smá olíu, passið af ofsteikja það ekki, það má vera smá stökkt.
    3. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum og blandið þeim svo saman við rænmetið á pönnu og steikið allt létt saman.
    4. Steikið kjötið létt, lokið hliðum þess og steikið svo í 4-5 mínútur, skerið niður í bita eða þunnar sneiðar. Stráið 1 msk af sesamfræum yfir í lokin.
    5. Blandið öllu saman og berið fram.

    Verði ykkur að góðu !