Tandoori risarækjur- hinn fullkomni smáréttur

Risarækjur eru hinn besti matur, hollur og léttur í maga. Hægt er að elda risarækjurnar á ótalvegu og ætli þekktasta aðferðin sé ekki sú spænska þar sem olía og hvítlaukur eru settar á pönnu og hitað við háan hita og síðan er risarækjunum bætt saman við og steinselju stráð yfir. Með þessu er svo borið baquette brauð sem er dýft í olíuna. Algjört lostæti.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki Rækjur
  • 4 msk Smjör, brætt
  • 200 g Grísk jógúrt
  • 3 stk Hvítlauksrif, smátt saxað
  • 1 tsk Timían
  • 1 tsk Paprikuduft
  • 1 tsk Garam masala
  • 2 msk Sítrónusafi
  • 1 stk Engifer 3cm bútur rifinn
  • 2 tsk Chili duft

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

    Aðferð

    1. Þerrið rækjurnar og setjið í skál með sítrónusafa og sjávarsalti. Geymið í 20 mínútur.
    2. Blandið hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og látið risarækjurnar saman við. Marinerið í kæli í 2 klst.
    3. Þræðið risarækjurnar upp á grillteina og grillið í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Penslið báðar hliðar með smjöri á grilltímanum.
    4. Berið fram með salati og sítrónubátum.

    Tandoori marenering:

    1. 200 g grísk jógúrt
    2. 3 hvítlauksrif, smátt saxað
    3. 3 cm engiferbútur, rifinn
    4. 2 tsk chilíduft
    5. 1 tsk paprikuduft
    6. 1 tsk Garam masala
    7. 1 tsk timían