Taco pizza !
Hérna kemur ein góð uppskrift með skemmtilegu tvisti, taco pizza. Einföld í framkvæmd og smakkast alveg einstaklega vel.
35 mín
4
skammtar
3.636 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.636 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk pizzadeig
- 1 pakki taco krydd
- 1 dós salsa sósa
- Nóg af rifnum osti
- 1 stk salathaus
- 2-3 tómatar
- Smá snakk til að mylja yfir pizzuna
- 1 stk paprika
- Sýrður rjómi yfir pizzuna í lokin
- 2 meðal stór Avocado skorin í bita
- 500gr Nautahakk
- 1 dós Ostasósa
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð: 1. 2. Byrjið á að fletja út tilbúið pizzadeig eða bara heimagerðan pizzabotn. 3. Steikið hakk á pönnu og kryddið með taco kryddi, mér finnst gott að setja 1-2 msk af vatni saman við til að fá blönduna aðeins safaríkari. 4. Setjið salsa sósu og ostasósu á pizzabotninn, næst hakkið og rifinn ost yfir. 5. Bakið við 180 gráður í um 15 mínútur, eða þar til að pizzan er bökuð. 6. Skerið niður kál, avocado, tómata og það sem að hugurinn girnist og setjið á pizzuna eftir að hún kemur úr ofninum. 7. Bætið snakki yfir, sýrðum rjóma og smá ostasósu.