Sumarlegt salat með melónu & fetaosti

Einfalt, gott og einstaklega sumarlegt salat.

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Vatnsmelóna
  • 1 stk Ostakubbur
  • 1 pakki Fersk mynta

    Leiðbeiningar

    Dásamlega sumar salat sem tilvalið er að bera fram með góðum grill mat.

    Þetta salat inniheldur fá hráefni, það er einfalt í framkvæmd og einstaklega bragðgott.

    Aðferð

    1. Skerið vatnsmelónu í litla ferninga, ef melónan er mjög vatnsmikil er gott að þerra aðeins bitana
    2. Skerið fetaostinn í litla ferninga, blandið þeim í skál ásamt vatnsmelónubitunum
    3. Rífið ferska myntu yfir og blandið öllu vel saman
    4. Gott er að láta salatið standa í kæli í um 30-40 mínútur áður en það er borið fram.

    Njótið vel með góðum grillmat !