Sumarlegt salat að hætti Unu
Hérna kemur einstaklega ljúft salat, fullkomið á pallinn í sólinni í sumar.
40 mín
4
skammtar
4.154 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.154 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 pakki Jarðarber
- 1 pakki Kjúklingur
- 200 g Kotasæla
- 2 stk Avocado
- 100 g Spínat
- Byrjið á að skera bringurnar í bita og steikið á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar eða kryddi að eigin skapi, leyfið kjúklingnum aðeins að kólna
- Skolið spínatið og jarðarberin og skerið berin niður og setjið allt saman í skál og blandið
- Hreinsið avokadóið og skerið það í ræmur og blandið saman við salatið
- Að lokum er kjúklingabitunum bætt saman við og kotasæla hrærð saman við salatið.
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni nema salt, pipar og olíu.
Aðferð
Verði ykkur að góðu !