
Súkkulaðikaramellumús
Frábær eftirréttur og tilvalin fyrir hátíðir. Þessi uppskrift gerir 8-12 glös/skálar
8
skammtar
4.574 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.574 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Súkkulaðikaramellumús
- 400 g Síríus Suðusúkkulaði karamella & salt
- 100 g Smjör
- 4 stk Egg
- 500 ml Rjómi, þeyttur
Toppur og skreyting
- 500 ml Rjómi, þeyttur
- 1 pakki Suðusúkkulaði, saxað eftir smekk
- 1 pakki Kirsuber
- Hitið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði þar til allt er bráðnað, takið þá blönduna af hitanum og leyfið henni að standa við stofuhita í um 10 mín (hrærið í af og til).
- Pískið eggin í skál, blandið þeim í litlum skömmtum saman við súkkulaðiblönduna og hrærið vel á milli.
- Setjið nú um fjórðung þeytta rjómans saman við súkkulaðiblönduna með sleikju og hrærið saman. Blandið að lokum restinni af rjómanum saman við þar til súkkulaðimúsin verður ljósbrún og jöfn.
- Skiptið niður í glös/skálar og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt áður en þið skreytið. Toppur og skreyting
- Sprautið þeytta rjómanum á músina með breiðum hringlaga stút.
- Toppið eftir smekk með söxuðu súkkulaði og kirsuberjum.
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar
Súkkulaðikaramellumús