Spelt bollur með rifnum osti & ólífum.

Dásamlegar skólabollur nú eða bara bröns bollur á sunnudegi, hollar og góðar.

40 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 msk Kókosolía
  • 1 dl AB mjólk
  • 2 tsk Vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk Sjávarsalt
  • 1 dl Ólífur
  • 3 dl Spelt hveiti fínt
  • 3 dl Spelt hveiti gróft
  • 2 dl Ostur rifinn

    Leiðbeiningar

    3 dl gróft spelt

    3 dl fínt spelt

    1msk kókosolía

    1,5 dl sjóðandi vatn

    1 dl Ab mjólk

    2 tsk vínsteinslyftiduft

    1 tsk sjávarsalt

    2 dl af rifnum osti

    1 dl ólífur saxaðar

    Aðferð:

    1.  Hitið ofninn á 180 gráður
      
    2.  Blandið saman spelti, lyftidufti og sjávarsalti saman í skál og hrærið
      
    3.  Sjóðið vatn í potti
      
    4.  Setjið kókosolíuna saman við vatnið og leyfið að leysast upp, að því loknu er Ab mjólkinni blandað saman við
      
    5.  Saxið ólífur, ég nota grænar frá Muna og blandið þeim ásamt rifna ostinum saman við blönduna og að lokum er vökvanum bætt saman við
      
    6.  Hrærið varlega saman
      
    7.  Mótið litlar bollur og leggið á bökunarplötu með bökunarpappír
      
    8.  Hærið eitt egg og smá mjólk saman í skál og penslið yfir bollurnar
      
    9.  Bakið bollur í um 10-12 mínútur, fer aðeins eftir stærðinni á bollunum hversu lengi þær eru bakaðar.