Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Hér er á ferðinni frábær pastaréttur með chilí, hvítlauk og valhnetupestói – namm. Uppskriftin er gerð á örfáum mínútum og er hreint út sagt dásamleg og ég mæli svo sannarlega með að þið prufið.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 125 g Valhnetur
  • 1 stk Chilí
  • 3 hvítlauksrif
  • 40 parmesan, rifinn
  • 10 g steinselja, söxuð
  • 350 g Spaghetti
  • 80 ml Ólífuolía
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Ristið valhnetur í 170°c heitum ofni í 8-10 mínútur. Kælið.

    2. Hellið í matvinnsluvél og vinnið hneturnar þar til þær eru smátt skornar en ekki orðnar að mjöli.

    3. Takið stilkana af chilíinu og setjið í matvinnsluvélina með valhnetunum og ýtið á “pulse” þar til chilíið er fínt saxað. Hellið blöndunni í skál og setjið chilí, hvítlauk, parmesan, olíu og steinselju saman við. Saltið og piprið.

    4. Setjið pasta í heitt vatn með smá olíu og salti þar pastað til “al dente”.

    5. Takið úr vatninu og geymið 200 ml af pastavatni. Setjið pasta aftur í pottinn ásamt valhnetupestói og um 100 ml pastavatni. Veltið saman og bætið við pastavatni eftir þörfum þar til pestóið hylur pastað. Berið fram með söxuðum valhnetum og steinselju.