Skinkuhorn sem bragð er að
1 klst 30 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Skinkuhorn
- 1080 g Hveiti
- 22 g Þurrger
- 50 g Sykur
- 2 tsk Salt
- 4 egg
- 260 g Ísey skyr hreint
- 110 g Smjör við stofuhita
- 250 ml Volgt vatn
Fylling og toppur
- 900 g Skinkumyrja
- 2 stk Mexíkó kryddostur
- Stráið rifnum osti yfir skinkuhornin
- 1 egg
- 3 msk Nýmjólk
- Pizzakrydd
Setjið þurrefnin í hrærivélarskálina og blandið saman með króknum.
Pískið saman egg og skyr og bætið út í ásamt smjöri og volgu vatni.
Hnoðið stutta stund og færið svo yfir á borðið og hnoðið betur.
Penslið stóra skál með matarolíu og setjið deigkúluna þar ofan í og veltið henni um svo hún hjúpist öll olíunni.
Plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund (það ætti að tvöfalda stærð sína).
Skiptið deiginu niður í 8 hluta, fletjið hvern út í hring og skerið í 8 sneiðar með pizzuskera.
Setjið góða teskeið af Skinkumyrju á hvern hluta ásamt smá Mexíkóosti, rúllið upp, lokið endunum og raðið á bökunarplötur.
Pískið saman egg og nýmjólk og penslið skinkuhornin.
Setjið næst rifinn ost yfir og smá krydd.
Bakið við 190° í 10-13 mínútur eða þar til hornin fara að gyllast.