Sæt kartöflumús með ristuðum pekan hnetum!
Hérna kemur uppskrift af dásamlegri kartöflumús, rjómakennd með bragði af smá kanil & ristuðum pekanhnetum, fullkomin með hátíðarmatnum.
40 mín
4
skammtar
1.269 kr.
Setja í körfu
1.269 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1/2 dl - 1 dl rjómi
- 4 msk Smjör
- 1 tsk Kanill
- 1 tsk Vanilludropar
- 2-3 stk meðal stórar sætar kartöflur
- Byrjið á að skera sætar kartöflur í tvennt ( það flýtir fyrir eldunartímanum)
- Setjið kartöflurnar í pott með köldu vatni og sjóðið þar til þær eru mjúkar
- Á meðan kartöflurnar eru að sjóða, er tilvalið að mylja pekanhnetur niður og steikja þær á pönnu við vægan hita. Leggið til hliðar.
- Þegar karöflurnar eru tilbúnar er hýðið fjarlægt, þær settar í skál og stappaðar með 4 msk af smjöri ( ósaltað smjör er betra), einnig er gott að setja 1 tsk vanilldropa saman við, 1 tsk kanil, 1/2 dl rjóma og svo er það bara að blanda þessu öllu vel saman, bætið meiri rjóma saman við ef að stappan er of þykk í sér.
- Leggið kartöflustöppuna í eldfast form og dreifið pekanhnetunum yfir, setjið smá smjörklípur hér & þar og allt inn í ofn við 180 gráður í um 10 mínútur.
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð: