![Rjómapasta með risarækjum og hvítlauk](https://www.datocms-assets.com/62053/1704365464-rjomapasta-med-raekjum-og-hvitlauk.jpeg?fit=crop&fm=jpg&h=600&w=600)
Rjómapasta með risarækjum og hvítlauk
Þetta ljúffenga risarækjupasta er eins og besta veisla fyrir bragðlaukana.
30 mín
4
skammtar
7.544 kr.
Setja í körfu
Hráefni
7.544 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500 g Risarækjur
- 8 stk Hvítlauksrif
- 2 msk Smjör, ósaltað
- 1.5 bolli Rjómi
- 100 g Parmesan, rifinn
- 10 g Steinselja, smátt söxuð
- 400 g Tagliatelle
- 1 msk Olía
- 0.5 bolli Hvítvín
- Pastað er soðið í potti eftir leiðbeiningum á pakkanum.
- Olía er hituð á pönnu og rækjurnar steiktar ásamt salti og pipar í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru orðnar bleikar, þá eru þær teknar af pönnunni.
- Í olíuna fer smjörið og hvítlaukurinn og látið málla í smá stund á vægum hita.
- Næst fer rjóminn og hvítvínið á pönnuna og suða látin koma upp.
- Þegar suðan er komin upp er rifnum parmesan osti bætt út í.
- Þegar rjóminn hefur þykknað aðeins þá er rækjunum bætt aftur út á pönnuna og steinselju stráð yfir ásamt salti og pipar eftir smekk.
- Í lokinn er pastað sett á diska, rjóma og rækjublandan er sett yfir pastað.
- Einnig er fallegt að skreyta diskinn með steinselju og meiri parmesanosti.
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar
Skref 1
Skref 2
Skref 3
Skref 4
Skref 5
Skref 6