Risa rækju taco í hvítlauks & lime sósu

Einstaklega gott taco, risarækjur, grænmeti, sýrður rjómi hrærður saman með hvítlauk & lime.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Tortillur
  • 1 stk Hvítlauksrif
  • 2 stk Lime - safi
  • 1 dós Sýrður rjómi
  • 1 msk Hot Sauce
  • 1 tsk Caynne pipar
  • 1 stk Rauðlaukur
  • 1 stk Salat
  • 1 stk Avocado
  • 2 stk Risa rækjur
  • 1 stk Tómatar

    Leiðbeiningar

    Aðferð

    1. Hrærið saman sýrðum rjóma, safa úr einu lime, 3 pressuð hvítlauksrif, 1 tsk cayanne pipar og smá hot sauce ( það má vera val).
    2. Skerið niður grænmeti, kál, rauðlauk,tómata og stappið saman smá avocado ( sumir taka þetta alla leið og gera heimagert guacamole).
    3. Næst eru rækjurnar steiktar á pönnu upp úr smjöri, salti og pipar ef að þið viljið extra bragð er gott að setja smá cayanne pipar með. Steikið rækjurnar í um það bil 4 mínútur á hvorri hlið.
    4. Næst eru það tortilla kökurnar en gott er að snögg steikja þær upp úr olíu á pönnu.
    5. Raðið á hverja köku, sósu, grænmeti og rækjum það er svo æðislega gott að bæta smá hot sauce yfir í lokin.

    Njótið vel !