Quesadillas með hakki og rjómaosti með graslauk

Einstaklega góður og léttur kvöldmatur, punkturinn yfir i- ið er svo rjómaosturinn með graslauk.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 8 stk Tortilla kökur
  • 1 dós Gular baunir
  • 200 g Tómatar
  • 20 g Kóríander ferskt
  • 1 dós Rjómaostur
  • 1 pakki Nautahakk
  • 1 dós Salsa sósa
  • 1 msk Taco krydd

    Leiðbeiningar

    1. Steikið nautakjötið á pönnu við meðalhita þar til hakkið er brúnt. Fjarlægið mest allan vökvann af pönnunni og bætið gulum baunum, taco kryddi ásamt pipari og salti. Látið malla á pönnunni og blandast vel í um 5 mínútur.
    2. Saxið niður tómatana smátt og kóríander.
    3. Smyrjið hverja tortillu með rjómaosti.
    4. Setjið tortillu á pönnu og steikið til að hún hefur brúnast lítillega.
    5. Setjið salsa, leggið nokkra tómata, smá kórínder, hakkblönduna og svo nóg af rifnum osti inn í tortilluna og lokið henni til helminga, setjið í grill eða ofn í smá stund.
    6. Skerið niður fersk grænmeti og berið fram samhliða.
    7. Skerið í sneiðar og berið fram með góðu guagamole, sýrðum rjóma og fersku kóríander.