
Pizza með íslenskum burrata
Burrata ostur er einn af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur. Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að nálgast þessa dásemd en nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á þessum osti í lausasölu og ég mæli með að þið laumið ykkur alltaf í eina, ef ekki fleiri dósir þegar hann er til í verslunum!
30 mín
2
skammtar
2.983 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.983 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 2 stk Pizzadeig
- 1 stk Pizzasósa
- 1 pakki Pizzaostur
- 100 g Kirsuberjatómatar
- 2 stk Íslenskur burrata ostur
- 3 tsk Basil pestó
- 3 tsk Rautt chili pestó
- 1 pakki Klettasalat eftir smekk
- 1 stk Oregano eftir smekk
- 1 tsk Balsamik gljái
Hitið ofninn í 220°C og fletjið pizzadeigið út þar til það verður um 30 cm í þvermál.
Komið deiginu fyrir á bökunarplötu, smyrjið pizzasósu yfir allt og setjið pizzaost og oregano eftir smekk, brjótið næst aðeins upp á kantana.
Bakið í um 15 mínútur eða þar til kantarnir gyllast vel og takið þá úr ofninum.
Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pizzuna, næst klettasalat á hana miðja og dreifið úr tómötunum.
Komið þá Burrata kúlunni fyrir á miðjunni og setjið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir allt.
Berið pizzuna fram, skerið í kúluna og dreifið rjómafyllingunni yfir hverja sneið.