Píta með kjúkling & grænmeti

Hvernig hljómar píta með kjúkling & grænmeti fyrir fjölskylduna í kvöldmatinn? Einfaldur, bragðgóður og afar vinsæll réttur.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki kjúklingalundir / kjæuklingabringur
  • 1 pakki fajita kryddblanda
  • Pítusósa
  • Rifinn ostur
  • Salat
  • 2-3 stk tómatar
  • 1 stk paprika
  • 1 pakki pítubrauð
  • 1/2- 1 stk gúrka

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar og olíu.

    Aðferð:

    1. Byrjið á skera niður kjúklinglundir eða bringur í litla bita og steikið þá á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar.
    2. Næsta er fajhita krydd mix sett yfir kjúklingabitana ásamt 2 msk af vatni, leyfið þessu að malla við meðal hita í um 15-20 mínútur eða þar til að kjúklingurinn er full eldaður.
    3. Skerið niður grænmeti og setjið í skálar, ásamt rifnum osti.
    4. Hitið pítubrauðin í ofni í nokkrar mínútur.
    5. Berið þetta svo allt fram og borðið með bestu lyst.