Pikklaður rauðlaukur í eplaediki
Rauðlaukur er vinsælt hráefni í matargerð, bragðið getur þó stundum verið smá yfirgnæfandi, hérna kemur uppskrift af pikkluðum rauðlauk sem gerir hann sætann. Fullkominn í taco veisluna
35 mín
4
skammtar
708 kr.
Setja í körfu
708 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk rauðlaukur
- 1/2 bolli eplaedik
- Setjið eplaedik og vatn í pott og fáið upp suðu. Sjóðið í 2-3 mínútur.
- Skerið laukinn í þunnar, jafnar sneiðar. Því þynnri, því betri - laukurinn verður bæði girnilegri og tekur ekki yfir bragðið af matnum sem hann er borinn fram með.
- Látið blönduna kólna áður en lauknum er bætt við - þannig helst laukurinn crunchy.
- Bætið edikinu saman við laukinn og setjið í krukku sem er hægt að loka vel. Það er mikilvægt að vökvinn fljóti yfir allan laukinn.
- Kælið í ísskápnum áður en laukurinn er borinn fram, allavega í 40-60 mínútur. Laukurinn geymist svo góður í ísskáp í allt að 2-3 vikur.
Leiðbeiningar
*Hráefni: *
1/2 bolli lífrænt eplaedik 1/2 bolli vatn 1 rauðlaukur
Aðferð: