Pestó pasta með kjúkling

Einstaklega bragðgott og matmikið pasta sem hentar vel fyrir fjölskylduna í kvöldmatinn.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 400 g Pasta
  • 190 g Pestó
  • 250 g Sveppir
  • 30 g Steinsselja fersk
  • 1 stk Hvítlauksrif 2 stk
  • 1 stk Smjör 1-2 msk
  • 1 stk Parmasean ostur
  • 1 pakki Hvítlauksbrauð

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt & pipar.

    Aðferð

    Byrjið á að sjóða pasta í potti eftir leiðbeiningum. Skerið kjúklinginn í bita eða strimla og steikið á pönnu upp úr olíu, pressuðum hvítlauk og kryddið með salti & pipar. Skerið niður sveppi og ferska steinsselju ( geymið smá af steinsselju til að strá yfir réttinn í lokin) og steikið upp úr 1 msk af smjöri á pönnu. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið eina krukku af pestó saman við, hrærið vel. Að lokum eru sveppunum, steinsseljunni og kjúklingnum bætt saman við.

    Fullkomnið svo máltína með heitu hvítlauksbrauði og svo er alltaf gott að strá ferskum parmasean osti yfir.

    Njótið vel !