
Penne pasta með sweet chilí sósu
Frábær pasta uppskrift sem slær alltaf í gegn! Gott er að gera salatið kvöldinu áður og geyma það í kæli þar til það er borið fram.
25 mín
8
skammtar
1.636 kr.
Setja í körfu
1.636 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 400 ml Sýrður rjómi 18%
- 1 Agúrka
- 5 g Basilíka
- 400 g Penne pasta
- 1.5 dl Sweet chilisósa
- 150 ml Majones
- 3 msk Hunang
- 2 Paprikur
- Salt
- Pipar
Sjóðið pastað skv leiðbeiningum. Leyfið að kólna.
Blandið blautu hráefnunum saman í skál og hellið yfir pastað.
Skerið grænmetið niður og blandið saman við.
Endið á að saxa kryddjurtir smátt og bæta við.
Þetta salat er gott að gera kvöldinu áður og geyma í kæli þar til það er borið fram.