
Penne pasta í tómatrjómasósu
Uppskriftin sem hér birtist er frábær pastaréttur í rjómasósu með basil og risarækjum. Hann er eins og svo margar uppskriftir á síðunni ofureinfaldur og tekur stuttan tíma í gerð.
40 mín
4
skammtar
2.151 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.151 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500 g Penne pasta
- 500 g Risarækjur
- 2 msk Smjör
- 1 stk Laukur, saxaður smátt
- 2 stk Hvítlauksrif, söxuð
- 420 g Fínhakkaðir tómatar
- 240 ml Rjómi
- 5 g Steinselja
- 5 g Basil
- 2 msk Ólífuolía
- 120 ml Hvítvín
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Eldið pastað skv leiðbeiningum þar til það er “al dente”.
Hitið 1 msk smjör og 1 msk olíu á pönnu. Steikið risarækjurnar þar til þær eru orðnar bleikar. Takið af pönnunni og kryddið með salti og pipar.
Setjið afganginn af smjörinu og olíunni á pönnuna og steikið lauk og hvítlauk við meðalhita í um 5 mínútur.
Bætið víninu út á pönnuna og látið sjóða þar til það hefur gufað upp.
Bætið tómatmaukinu og lækkið hitann á lága stillingu. Bætið því næst rjómanum saman við og hrærið. Bætið steinseljunni þá saman við.
Bætið rækjunum út í og saltið og piprið eftir þörfum.
Bætið að lokum öllu saman við pastað og berið fram með ferskri basilíku og parmesan.