Ofurhollt súpernachos hlaðið allskyns góðgæti

Súper nachos er eitthvað sem ég tengi við bistro kaffihúsin í gamla daga. Ég er búin að vera með nostalgíu cravings í svona rétt en ákvað að prófa að gera þennan rétt með uppáhalds Finn crisp flögunum mínum. Þetta er grænmetisútgáfan en það er einnig hægt að setja kjúkling eða nautahakk í staðinn fyrir svörtu baunirnar. Fullkominn sumar helgar partíréttur!

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 pakki Finn crisp
  • Notið rifinn ost eftir smekk
  • 1 stk Rauðlaukur
  • 1 stk Græn paprika
  • Notið chili eftir smekk
  • Notið kóríander eftir smekk
  • 1 Salsasósa
  • Notið svartar baunir eftir smekk
  • 1 stk Tómatar
  • 1 stk Ostasósa

    Leiðbeiningar

    1. Hitið ofninn í 190°C.
    2. Setið flögurnar í ofnfast mót eða plötu, stráið rifnum osti yfir eftir smekk. Setjið svartar baunir þar yfir, magn einnig eftir smekk.
    3. Saxið það grænmeti sem hugurinn girnist
    4. Setjið flögurnar í ofninn í ca. 10 mín. Takið plötuna eða fatið út og dreifið grænmeti yfir. Toppið með sósum eftir smekk og stráið fersku kóríander yfir. Berið strax fram.