
Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu
Hér er á ferðinni dásemdar uppskrift að ofnbökuðum kjúklingi í ljúfri beikonsósu. Rétturinn er sérstaklega einfaldur í gerð og slær svo sannarlega í gegn hjá ungum sem öldum. Borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati, jafnvel hvítlauksbrauði.
1 klst
4
skammtar
3.421 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.421 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 600 g Kjúklingalundir
- 250 g Kirsuberjatómatar, helmingaðir
- 150 g Beikon
- 400 g Sýrður rjómi 18%
- 150 g Rifinn mozzarella
- 2 tsk Paprikukrydd
- 0.5 tsk Reykt paprikukrydd
- 1 tsk Cumin
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Skerið kjúklinginn í munnbita og setji í ofnfast mót.
Setjið kirkjuberjatómatana yfir kjúklinginn. Saltið og piprið.
Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það er meðalstökkt. Bætið þá Sýrðum rjóma og kryddum saman við. Látið malla í nokkrar mínútur.
Hellið beikonsósunni yfir kjúklinginn og látið því næst rifinn ost yfir allt.
Bakið við 200°c heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn eilítið brúnaður.