Norður afrískt shakshuka

Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg sem gufusjóðast á pönnunni. Og best er að hafa rauðuna vel fljótandi. Þessi blanda, grænmeti, góð krydd og egg eru fullkominn morgunmatur og fer vel á brunch borðið.

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Hráefni

  • 1 msk Ólífuolía
  • 1 stk Laukur, saxaður
  • 1 stk Rauð paprika, söxuð
  • 0.5 stk hvítlaukur, saxaður
  • 1 tsk Cumin
  • 1 tsk Paprikukrydd
  • 1 tsk Reykt paprikukrydd
  • 0.5 tsk oregano
  • 1 dós Saxaðir tómatar
  • 4 stk Egg
  • Fersk steinselja

    Leiðbeiningar

    1. Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn ásamt smá salti og pipar, steikið á vægum hita í 5 mín.

    2. Bætið þá papriku og steikið áfram í aðrar 5 mín eða þangað til grænmetið er orðið brúnað.

    3. Bætið þá við hvítlauk og söxuðum tómötum ásamt kryddum og látið malla áfram í 10 mín þangað til sósan hefur þykknað.

    4. Gerið 4 holur í sósuna og brjótið eggin ofan í. Saltið eggin aðeins og setjið lokið á pönnuna. Látið malla í ca. 6 mín eða þangað til hvítan er soðin.

    5. Berið strax fram með nýbökuðu súrdeigsbrauði.