Nautatortillur sem slá í gegn

Ótrúlega bragðmiklar og góðar nautatortillur hér á ferðinni, flestir ættu að ná þessari uppskrift á undir 30 mínútum en hún er vel þess virði að eyða meiri tíma í. Njótið vel!

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1/2 laukur, smátt skorinn
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 400 g Tómatmauk
  • 4 Tortillur
  • 180 ml Sýrður rjómi
  • 500 g Nautahakk
  • 1 jalapeno, skorinn smátt
  • 1 dós Guacamole
  • 1 msk Chili flögur
  • 2 tsk Cumin
  • 2 tsk Kóríanderkrydd
  • 0.5 tsk Salt
  • 0.5 tsk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Hitið olíu á pönnu og steikið nautahakk og lauk í um 5 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni.
    2. Hellið vökva af pönnunni, ef einhver er, og bætið hvítlauk, chilí, cumin, kóríander, salti og pipar saman við. Blandið saman í 30 sekúntur.
    3. Hellið tómötum og söxuðu jalapeno saman við og látið malla í um 10 mínútur eða þar til vökvinn er uppgufaður.
    4. Skiptið niður á tortillur og látið mozzarellaost yfir kjötið. Setjið inn í 200°c heitan ofn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
    5. Berið fram með uppáhalds meðlætinu ykkar. Ég nota sýrðan rjóma, guacamole og kál en flest allt gengur upp.