
Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum
Þetta er svona “guilty pleasure” réttur sem smellpassar með góðu rauðvínsglasi. Bráðinn mozzarella, sólþurrkaðir tómatar, valhnetur og það sem setur punktin yfir i-ið góð salami.
50 mín
4
skammtar
4.592 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.592 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Kjúklingur
- 700 g Kjúklingabringur
- Hunangs grillolía
- Hvítlauksduft
- Pipar
- 2 kúlur mozzarellaostur
- 70 g Salami
- 200 g Sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir
- 1 dl Valhnetur
Kryddsósa
- 180 ml Sýrður rjómi
- 1 Hvítlauksrif, pressað
- 10 g Fersk steinselja, söxuð
- Salt
- Pipar
Penslið ofnfast mót með olíu.
Skerið um þrjá cm skurði í kjúklingabringurnar og setjið í mótið. Penslið kjúklingabringurnar með hunangsgrillolíunni og kryddið með hvítlaukskryddi salti og pipar. Setjið í 225°c heitan ofn í 10 mínútur. Takið út ofni.
Skerið mozzarellaostinn og salami í sneiðar og setjið í skurðina á kjúklinginum. Stráið hökkuðum sólþurrkaða tómata og saxaðar valhnetur yfir kjúklinginn. Setjið aftur inn í ofn í 25 mínútur.
Gerið kryddsósuna með því að blanda öllu saman og hræra. Gott að láta hana standa aðeins áður en hún er borin fram.