Mexíkósúpa með kjúkling
Þessi súpa á vel við þessa dagana þegar farið er aðeins að kólna, stendur alltaf fyrir sínu.
1 klst 10 mín
5
skammtar
3.017 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.017 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Laukur
- 1 pakki Hvítlauksrif
- 1 stk Rauðlaukur
- 1 stk Kjúklingakraftur- teningar
- 1 stk Grænmetiskraftur- teningur
- 2 tsk Mexikó kryddblanda
- 1 pakki Kjúklingabringur
- 1 stk paprika
- 1 tsk Karrý krydd
- 1 poki Snakk
- 1 poki Rifinn ostur
- 1 dós Sýrður rjómi
- 1 stk Tómatar saxaðir
- Skerið niður rauðlauk, lauk og paprikuna og steikið upp úr smá olíu í potti.
- Bætið hvítlauknum saman við og hrærið vel, passið að hann brenni ekki.
- Bætið Tómötunum og 1,5 lítra af vatni saman við ásamt grænmetis- og kjúklingateningunum og leyfið að sjóða aðeins.
- Næst er karrí, mexikó kryddinu bætt saman við og súpan smökkuð til.
- Skerið kjúklingabringur niður í bita og steikið á pönnu, kryddið með salti og pipar.
- Setjið kjúklingabitana út í súpuna.
- Leyfið kjúklingunum að sjóða aðeins, mér finnst alltaf best að bæta kjúklingabitunum saman við í lokin, smakkið súpuna til og bætið við kryddi ef þið viljið meira bragð.
Leiðbeiningar
Aðferð
Berið fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti.