Mexikó kjúklingur!
Hérna kemur uppskrift að góðum kjúklingarétti. Lítil fyrirhöfn fylgir þessum rétti og hann þykir alltaf jafn góður.
45 mín
5
skammtar
3.744 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.744 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 pakki Kjúklingalundir
- 1 dós Ostasósa
- 1 dós Salsasósa
- 1 poki Doritos snakk
- 200 g Rifinn ostur
- 1 dós Sýrður rjómi
- Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið.
- Blandið mexíkóskri ostasósu og salsasósu saman í potti við vægann hita.
- Leggið helminginn af sósublöndunni í botninn á eldföstu formi, setjið kjúklingabitana ofan á og brjótið niður snakk yfir, endurtakið tvisvar sinnum.
- Stráið rifnum osti yfir ásamt því að setja nokkrar klípur af sýrðum rjóma aðeins yfir réttinn.
- Eldið í ofni í um 25–30 mínútur á 180 gráðum.
Leiðbeiningar
Aðferð
Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma til hliðar.