Mexíkó kjúklingasúpa

Þessa klassísku súpu þekkja nú flestir, en þegar veðrið lætur svona kviknar strax löngun í góða súpu.

45 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Súpan

  • 4 msk Ólífuolía
  • 700 g Kjúklingabringur
  • 3 Paprikur
  • 1 blaðlaukur
  • 2 msk Karrý
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 flöskur chilísósa
  • 400 g Philadelphia rjómaostur
  • 500 ml Matreiðslurjómi
  • 1 msk Kjúklingakraftur
  • 1 pakki Taco mix
  • 1 msk Cayenne pipar
  • 0.5 tsk Salt
  • 0.5 tsk Pipar
  • 1 l Vatn

Meðlæti

  • 1 pakki Nachosflögur
  • 180 ml Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur

    Leiðbeiningar

    1. Skerið kjúkingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Setjið til hliðar á disk.
    2. Skerið grænmetið smátt.
    3. Hitið olíu í stórum potti ásamt karrý. Bætið grænmetinu út í pottinn og mýkið.
    4. Látið chilísósuna, rjómaostinn, rjóma, taco mix og kjúklingakraft út í pottinn og 1 dl af vatni ef þarf. Látið malla í 15 mínútur.
    5. Setjið kjúklinginn saman við og bætið við meira vatni ef þörf er á. Smakkið til með kryddi.