Mexíkó kjúklingasalat með kínversku ívafi að hætti Maríu Paz

Eitt vinsælasta salatið... Þú eldar þetta aftur eftir að hafa smakkað það einu sinni!

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk 1/2 Iceberg haus
  • 1 dós 1 dl gular baunir
  • 1 pakki 2 stk kjúklingabringur
  • 1 dós 1 dl fetaostur í olíu
  • 1 dós 1 dl salsa sósa
  • 1 dós 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dós 1-2 dl sweet chili sósa
  • 1 stk 1 stk avocado
  • 1 poki Doritos

    Leiðbeiningar

    Ég mæli með að þið gerið salatið um leið og á að borða það. Svo er möst að hafa auka sýrðan, salsa sósu og sweet chili sósu á borðinu ef ykkur langar að bæta á salatið.

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni nema salt, pipar og olíu.

    Aðferð

    1. Það er hægt að gera salatið á einn stóran disk eða á sitthvorn diskinn
    2. Byrjið á að steikja bringurnar þunnt skornar í bitum upp úr ólífuolíu og saltið piprið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi
    3. Rífið svo þvegið iceberg á disk eða sitthvorn diskinn og setjið nýsteiktar bringurnar ofan á kálið
    4. Setjið svo gular baunir, avókadó og fetaost yfir og inn á milli kjúklingsins
    5. Dreifið svo salsasósu yfir allt og setjið sýrðan rjóma inn á milli í doppum
    6. Hellið svo Sweet chili sósunni yfir að lokum og myljið nacho snakki yfir allt heila klabbið.