Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti

Þessi súpa er uppáhald fjölskyldunnar og ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur líka! Fyrir 4.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Hráefni

  • 630 g Hakkaðir tómatar
  • 1 stk Blaðlaukur, sneiddur
  • 0.5 stk Laukur, saxaður
  • 3 stk Kartöflur, rifnar gróflega
  • 3 Hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 70 g Tómatpúrra
  • 2 teningar Klar bouillon
  • 1 msk Ólífuolía
  • 3 msk Rjómaostur
  • Salt
  • Pipar
  • 3 Gulrætur, rifnar gróflega
  • 1 l Soðið vatn

    Leiðbeiningar

    1. Hitið olíu í pott og bætið lauk, hvítlauk og púrrulauk út í og steikið í 1 mínútur. Hrærið stöðugt í blöndunni á meðan.

    2. Bætið kartöflum, gulrótum, tómötum, tómatpúrru og krafti saman við. Lækkið hitann og látið malla í 15-20 mínútur.

    3. Bætið rjómaosti saman við og smakkið til með salti og pipar.