Matarmikil og meinholl sæt kartöflusúpa með rauðu karrý

Matarmikil og holl súpa sem er einföld og fljótleg að útbúa.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 Laukur
  • 3 Hvítlauksrif
  • 1 Epli
  • 1 msk Púðursykur
  • 2 stk Grænmetiskraftur
  • 1 dl Rjómi
  • 2 Sætar kartöflur
  • 6 dl Vatn
  • 3 msk Sítrónusafi
  • 1 msk Karrý
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Skerið kartöflurnar í teninga og látið á ofnplötu. Hellið 1/2 dl af ólífuolíu yfir kartöflurnar og 1 msk af púðursykri. Blandið vel saman ásamt sá salti. Látið í 180°c heitan ofn í 30 mínútur.

    2. Setjið olíu í pott og steikið söxuðum lauk, eplabitum og hvítlauk saman. Bætið rauðu karrý saman við.

    3. Þegar graskerið er orðið mjúkt setjið í pottinn ásamt vatni og grænmetisteningum.

    4. Blandið öllu vel saman með töfrasprota eða í blandara. Bætið rjóma saman við og smakkið til með sítrónusafa, rauðu karrí, salti og pipar.