Matarmikil kókos kjúklingasúpa
Allar uppskriftir sem innihalda kókos eru bara fyrir mér “signed, sealed and delivered”. Þessa kókos & kjúklingasúpu gerði ég þegar ég var í baráttunni við flensupúka og ekki í stuði fyrir eldamennsku. Ég beit á jaxlinn, skellti í þessa sem var mun fljótlegri en ég hafði haldið og varð yfir mig hrifin.
40 mín
4
skammtar
4.232 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.232 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 600 kjúklingabringur, skornar í munnbita
- 1 laukur, saxaður smátt
- 1 kjúklingateningur, blandaður við 1 bolla af vatni
- 400 ml Kókosmjólk
- 2 msk Límónusafi
- 1 paprika, skorin þunnt
- 15 g Kóríander
- 0.5 bolli Kókosflögur
- 1 msk Engifer, rifið
- 1 jalapeno, fræhreinsaður og hakkaður
- 2 tsk Karrý
- Hitið olíuna í meðalstórum súpupotti. Bætið kjúklinginum í pottinn, kryddið með salti og pipar. Steikið kjúklinginn þar til hann er alveg að verða tilbúinn, bætið þá lauknum út í og steikið þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið engifer út í og steikið í 1 mínútu í viðbót.
- Látið í pottinn kjúklingakraftinn, kókosmjólkina, karrýið og jalapenio. Hitið að suðu við meðalhita. Bætið því næst papriku og kóríander út í og hitið í um 3 mínútur og bætið þá límónusafanum út í. Smakkið til og saltið og piprið að eigin smekk.
- Hellið súpunni í skálar og látið hrísgrjón ofaní súpuna. Skreytið með kóríander og kókosflögum