
Mango Chutney kjúklingur
Með þessum rétt finnst mér ómissandi að hafa cous cous, hrísgrjón eða bygg því þau verða svo góð þegar þeim er blandað við sósuna sem er á kjúklingum. Ásamt því hef ég alltaf salat því það er hollt og gott fyrir okkur öll.
25 mín
4
skammtar
1.786 kr.
Setja í körfu
1.786 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 700 g Kjúklingalæri
- 200 g Kókosmjólk
- 150 g Mango Chutney
- 0.5 msk Karrý
Skerið kjúklingalæri í munnbita.
Setjið á heita pönnu, kryddið með karrý og steikið í 8 mínútur
Blandið saman kókosmjólk og mango chutney. Ég set þetta saman í stóra krukku og hristi saman.
Hellið þessu yfir pönnuna með kjúklingnum og leyfið að malla með loki á í 7 mínútur