Kornflex "Popp" kjúklingur með hunangs BBQ sósu
Frábær kjúklingaréttur í kvöldmatinn! Þessi máltíð er borin fram með hunangs BBQ sósu, en hún fullkomnar máltíðina!
45 mín
4
skammtar
6.453 kr.
Setja í körfu
Hráefni
6.453 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 900 g Kjúklingabringur, skornar í munnbita
- 125 g Hveiti
- 140 g Kornflex, gróflega mulið
- 2 Egg
- 60 ml Mjólk
- 330 ml Hunangs BBQ sósa
- 0.5 tsk Salt
- 0.5 tsk Pipar
- 0.5 tsk Hvítlauksduft
- 0.25 tsk Paprikukrydd
Setjið kjúklinginn í skál ásamt hveiti og blandið vel saman.
Í aðra skál setjið þið Kornflex, salt og pipar, hvítlauksduft og paprikudrykk. Geymið.
Látið egg og mjólk í aðra skál og þeytið saman.
Dýfið kjúklingabitunum í eggjablönduna og látið renna af þeim og veltið þá upp úr Kornflexi.
Setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Setjið í 200°c heitan ofn og bakið í 15-20 mínútur.
Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og setjið í skál. Hitið bbq sósuna og hellið yfir bitana. Magn að eigin smekk.
Það er líka hægt að sleppa þessu stigi og hella sósunni í skál og bera hana fram með kjúklingnum.