Kókos raspaðar kjúklingalundir á vöfflur frá Unu

Kjúklingur á vöfflu skemmtileg hugmynd af mat sem kemur skemmtilega á óvart! Hentar bæði í kvöldmat og í brönsinn!

45 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500gr kjúklingalundir
  • 1-2 stk egg
  • 1 dl mjólk
  • 150gr kókosmjöl
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 5-6 msk kókosolía
  • 1 tsk paprikuduft
  • 2 tsk kúmin duft
  • 1 stk Hveiti

    Leiðbeiningar

    Aðferð

    1. Byrjið á að hræra saman egg og mjólk í skál, hveitið fer í aðra skál og í þriðju skálina fer
    2. kókosmjölið ásamt kryddunum, hrærið kryddin vel saman við kókosmjölið.
    3. Dýfið hverri kjúklingalund í hveiti, þaðan er henni dýft í mjólkurblönduna og að lokum í
    4. kókosmjölsblönduna, passið að hjúpa kjúklingalundina vela f kókosmjöli.
    5. Steikið hverja lund upp úr kókosolíu á vel heitri pönnu þangað til að þær eru gullinbrúnar.
    6. Setjið í eldfast form og inn í ofn í um 25 – 30 mínútur við 200 gráður.