
Kókos & chilí marineraður kjúklingur í hnetusmjörssósu
Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko.
2 klst
4
skammtar
3.054 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.054 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Kókos-chilí marinering
- 400 ml Kókosmjólk
- 25 g Rauður chilí, saxaður
- 1 msk Soyasósa
- 5 g Kóríander, saxað
- safi úr 0.5 límónu
- 1 tsk Sítrónupipar
Hnetusmjörsósa
- 4 msk Hnetusmjör
- 1 msk Soyasósa
- 2 dl Matreiðslurjómi
- Afgangur af marineringu
- 900 g Kjúklingalundir
Blandið öllum hráefnunum fyrir marineringuna saman og hellið yfir kjúklinginn. Látið marinerast í 1-2 klst. Eftir þann tíma takið þá kjúklinginn úr leginum og þerrið lítillega en geymið marineringuna sem eftir verður fyrir hnetusmjörsósuna.
Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn eða grillið.
Gerið hnetusmjörsósuna með því að hella öllum hráefnum saman í pott og sjóða saman við meðalhita í stutta stund. Hellið síðan sósunni yfir kjúklinginn.
Stráið t.d. salthnetum, chilí, vorlauk og kóríander yfir réttin og berið fram með salati og hrísgrjónum, jafnvel góðu naanbrauði.