Kjúklingur í fetaostarjómasósu með sweet chili

Það er nánast öruggt að kjúklingur með rjómaostasósu er að fara smakkast vel, í þessari uppskrift notast ég við feta og beikon til að gleðja bragðlaukanna.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 700 g Kjúklingalundir
  • 180 g Sýrður rjómi
  • 0.5 dl Rjómi
  • 100 g Fetaostur
  • 3 msk Sweet chili sósa
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 tsk Timían
  • 4 sneiðar af beikon, eldað stökkt
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og dreipið olíu yfir hann. Saltið og piprið. Látið inní 210°c heitan ofn í 15 mínútur.
    2. Setjið sýrðan rjóma, rjóma, fetaost, sweet chilí sósu, hvítlauk og timían í matvinnsluvél/blandara og blandið vel saman.
    3. Takið kjúklinginn úr ofninum og hellið sósunni yfir hann.
    4. Látið inní ofn í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
    5. Takið úr ofni og stráið stökku beikonbitum yfir.