Kjúklingaréttur með rjómaostasósu og cheddar

Í þessum einfalda kjúklingarétt höldum við okkur við fá hráefni en fórnum engu þegar það kemur að bragði. Rjómaostur, beikon og góður cheddar ostur gerir þennan kvöldmat einstaklega ljúffengan.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 700 g Kjúklingabringur
  • 200 g Rjómaostur með graslauk og lauk
  • 2 msk Majones
  • 8 sneiðar beikon, eldað stökkt og skorið í bita
  • 200 g Cheddar ostur

    Leiðbeiningar

    1. Blandið rjómaosti, majonesi, beikoni og helmingnum af cheddar ostinum saman í skál.

    2. Látið kjúklingabringurnar í ofnfast mót og látið rjómaostablönduna yfir.

    3. Stráið afganginum af cheddar ostinum yfir allt.

    4. Látið í 180°c heitan ofn í um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og osturinninn orðinn gylltur að lit