Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

Hér erum við ekkert að flækja málin, einfaldir kjúklinganaggar en ótrúlega bragðgóðir.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Naggar

  • 500 g Kjúklingalundir
  • 3 dl Brauðraspur
  • 2 msk Paprikukrydd
  • 1 tsk Salt
  • 3 stk Eggjahvítur

Marinering

  • 3 dl Súrmjólk
  • 5 stk Hvítlauksrif, pressuð

    Leiðbeiningar

    1. Hrærið súrmjólk og hvítlauk saman. Skerið kjúklinginn niður í passlega bita og leggið í marineringuna. Marinerið í 30 mínútur eða lengur ef tími gefst.
    2. Setjið rasp, paprikukrydd, salt og pipar saman í skál.
    3. Setjið eggjahvítur í skál og pískið með gaffli.
    4. Veltið kjúklingnum fyrst upp úr eggjahvítunum og því næst raspinu. Leggið á ofnplötu.
    5. Ef þið hafið tíma setjið í kæli í 30 mínútur eða lengur.
    6. Bakið í 180°c heitum ofni* í 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
    7. Annar eldunarmöguleiki er að setja steikingarolíu (t.d. Wesson) í djúpa pönnu. Hita hana vel og djúpsteikja bitana.