
Kjúklingalæri í rjómalagaðri cajunsósu
Þessi réttur hreint út sagt guðdómlegur en um leið svo einfaldur í fullkomleika sínum. Hann mun engan svíkja og setja punktinn yfir i-ið á gott kvöld. Njótið vel!
45 mín
4
skammtar
4.584 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.584 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1000 g Úrbeinuð kjúklingalæri
- 1/2 Laukur, saxaður
- 2 tsk Hvítlaukur, smátt saxaður
- 125 g Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- 120 ml Mjólk
- 120 ml Rjómi
- Fersk steinselja, söxuð
- 2 tsk Cajunkrydd
- 60 ml Ólífuolía
- 2 msk Ítalskt krydd
- 1 tsk Paprikukrydd
- 1 tsk Pipar
- 1 stk Salt
Kryddið kjúklinginn með salti. Hitið olíu á pönnu og setjið kjúklinginn þar á og brúnið hann á öllum hliðum. Takið hann síðan af pönnunni og geymið.
Bætið olíu á pönnuna og steikið lauk og hvítlauk við vægan hita í um 5 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá mjólk, rjóma, tómötum, ítölsku kryddi, paprikukryddi og pipar saman við. Hrærið saman í nokkrar mínútur og smakkið til með salti. Bætið kjúklingabitunum síðan út í.
Setjið þetta síðan í 200°c heitan ofn og eldið í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Stráið ferskri steinselju yfir allt og berið fram t.d. með tagliatelle, salati og góðu brauði.