
Kjúklingabaunir í basil kókossósu
Þessar dásamlegu kjúklingabaunir eru algjör snilld!
20 mín
4
skammtar
379 kr.
Setja í körfu
Hráefni
379 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1/2 Laukur, saxaður
- 5 Hvítlauksrif, pressuð
- 400 ml Kókosmjólk
- Safi úr 1 límónu
- 10 g Basilíka
- 800 g Kjúklingabaunir
- 1 Paprika
- 2 msk Engifer, smátt saxað
- 2 msk Ólífuolía
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
- 2 msk Karrý
Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, papriku, hvítlauk og engifer. Kryddið með salti og pipar. Eldið í 3-5 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast.
Bætið basilíku og karrý saman við. Látið malla í 2 mínútur. Bætið kjúklingabaunum saman við, án vökva.
Látið þá kókosmjólk og límónusafann saman við. Látið malla áfram í 5 mínútur við vægan hita.
Smakkið til og bætið salti, pipar eða límónusafa ef þurfa þykir.