Kjúklinga og spínatlasagna

Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati. Hér er á ferðinni virkilega góður réttur sem passar bæði á virkum dögum sem og um helgar.

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 g Kjúklingabringur
  • 2 laukar, saxaðir smátt
  • 3 dl Rjómi
  • 2 dósir saxaðir tómatar
  • 3 msk Tómatsósa
  • 12 stk Lasagnaplötur
  • 200 g Rifinn ostur
  • 450 g Spínat
  • 1 stk Olía
  • 1 msk Karrý
  • 1 msk Kóríander
  • 1 tsk Cumin
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu ásamt olíu og karrý. Takið til hliðar.

    2. Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn. Bætið síðan rjóma, tómötunum, tómatsósu,kóríander og cumin. Látið sósuna malla í 10 mínútur og smakkið hana til með salti og pipar.

    3. Smyrjið eldfast mót með olíu. Setjið þunnt lag af sósu í botninn og leggjið lasagnaplötur yfir. Setjið því næst sósu, spínat, kjúklingastrimlar og ost. Endurstakið þetta þrisvar sinnum eða eins og fatið leyfir. Endið á að láta sósu og ost.

    4. Bakið í 180°c heitum ofni í um 40 mínútur. Mér finnst gott að láta álpappír yfir svona ofnrétti og taka hann af í blálokin á eldurtímanum.