Kjötbollur í brúnni sósu & kartöflumús

Ekta heimilismatur, kjötbollur í brúnni sósu og heimagerð kartöflumús með!

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 laukur, saxaður
  • 150 g Ritz Kex
  • 1 pakki Brún sósa
  • 400 g Kartöflur
  • 2 eggjarauður
  • 1/2 Krukka sulta
  • 500 g Nautahakk
  • 1 tsk Múskat

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að steikja lauk á pönnu upp úr olíu þar til að hann mýkist aðeins.
    2. Setjið ritz kex í matvinnsluvél ( bragðmikið og kemur í stað fyrir krydd).
    3. Setjið í skál, nautahakk, ritz kex, eggjarauður, múskat og laukinn og blandið vel saman með sleif. Mótið bollur.
    4. Setjið ca 1 msk af olíu á pönnu og brúnið kjötbollurnar á öllum hliðum eða í um 4-5 mínútur. Takið af pönnunni og leggið á eldhúsrúllu til að mesta fitan leki af.
    5. Gerið sósu samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
    6. Bætið kjötbollunum saman við sósuna og leyfið að malla saman í um 15 mínútur.
    7. Sjóðið kartöflur, flysið þær og stappið með smjöri þar til að hin fullkomna kartöflumús verður til.

    Berið allt saman fram og ekki gleyma sultunni, hún gerir þetta enn betra!