
Kínóasalat með með jarðaberjum, rucola og magnaðri myntusósu
Dásamlega ferskt og gott salat sem hentar vel sem meðlæti með mat eða sem stök máltíð.
10 mín
4
skammtar
2.212 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.212 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Salat
- 250 g Jarðaber, skorin í fernt
- 1 Agúrka, skorin í litla bita
- 100 g Hnetur
- 5 g Fersk mynta
- 100 g Fetaostakubbur, mulinn
- 185 g Eldað Kínóa
- 100 g Klettasalat
Salatdressing
- 80 ml Ólífuolía
- 10 g Mynta
- 0.5 tsk Salt
- 3 msk Hvítvínsedik
- 2 msk Hunang
- 1 skarlottlaukur
- Safi úr 0.5 appelsínu
Látið öll hráefnin í skál.
Látið öll hráefnin fyrir sósuna í blandara og blandið vel saman.
Hellið sósunni yfir salatið (magn að eigin smekk) og berið fram.