“Ítalskar” steikarkjötbollur í tómat marinara
35 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Hráefni
- 3 hvítlauksrif
- 2 stk Skarlottu laukur
- 1 tsk Chilíflögur
- 1 tsk Heitt pizza krydd
- 1 tsk Pipar
- 1 laufblöð af basilíku
- 0.5 búnt af steinselju
- 1 eggjarauða
- 0.5 msk Ítölsk hvítlauksblanda
- 1/2 msk ítölsk hvítlauksblanda
- 5 msk Brauðrasp
- Mjólk
- Salt
- 700 g Nautahakk
Tómat mariana
- 3 stk Skarlottu laukur
- 3 hvítlauksrif
- 1 stk Rautt chilli
- 800 g Hakkaðir tómatar
- 0.5 msk oregano
- 1 pakki Mozzarella
- 2 msk Hvítvínsedik
Kjötbollur: Setjið brauðrasp í bolla og hellið mjólkinni yfir þannig að hún þekji allt raspið, látið standa. Hitið ofninn í 200° yfir og undir hita.
Setjið hakkið í djúpa skál og myndið hreiður í miðjunni. Skerið smátt lauk og hvítlauk. Steikið upp úr ólifuolíu ásamt chillifögum, heitu pizza kryddi og svörtum pipar.
Skerið basil og steinselju. Setjið í hreiðrið basil, steinselju, parmsesan, eggjarauðu, brauðrasp, salt, ítalska hvítlauksblöndu ásamt öllu sem var steikt á pönnunni. Hrærið rólega saman.
Mótið bollur á stærð við golfkúlu, dustið smá hveiti á þær og létt steikið á pönnu. Um 2-3 mín á hvorri hlið.
Færið nú í eldfast mót, helliði sósuni yfir bollurnar, bætið við ferskum mozzarella osti og inni ofn í 15 mín. Berið fram með spaghetti eða tagliatelle.