Indverskur kjúklingaréttur!

Kjúklingur í kormasósu, jógúrtsósa og naan brauð!

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 600-700gr kjúklingabrinur / lundir
  • 400gr Korma sósa
  • 150 gr Hrein jógúrt
  • 1/2 Grúka ( skorin í bita)
  • Safi úr 1/2 lime
  • 200 gr Hrísgjrón
  • 3-4 stk Naan brauð

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefnin í uppskriftina nema salt, pipar og olíu.

    Aðferð

    1. Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu upp úr smjöri, kryddið eftir smekk.
    2. Hellið Korma sósunni yfir kjúklinginn og leyfið að malla aðeins á pönnunni í um 25 mínútur.
    3. Á meðan kjúklingurinn fær að eldast vel, er tilvalið að útbúa jógúrt sósu, setjið 1 dós af hreinni jógúrt í skál og smá safa úr 1/2 lime saman við og hrærið létt. Skerið 1/2 gúrku í bita og blandið við jógúrtið, leyfið að standa aðeins ( oft er gott að gera sósuna daginn áður til að fá gott gúrkubragð í sósuna).
    4. Sjóðið hrísgrjón.
    5. Hitið naan brauðið aðeins í ofni í nokrra mínútur, það verður enn betra.

    Berið allt saman fram og borðið með bestu lyst!