
Indverskur kasjúhnetukjúklingur
Rétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem slær alltaf í gegn!
40 mín
4
skammtar
4.013 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.013 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 Rauðlaukur
- 10 Hvítlauksrif, söxuð
- 3 msk Smjör
- 150 g Kasjúhnetur
- 1/2 Rautt chillí, saxað
- 700 g Kjúklingabringur
- Ferskt kóríander, saxað
- 500 g Hakkaðir tómatar
- 1 tsk Kóríanderkrydd
- 1 tsk Túrmerik
- 1 tsk Garam masala
Leggið cashew hneturnar í bleyti og geymið. Setjið smjör á pönnu og léttsteikið hvítlauk og lauk þar til hann er farinn að mýkjast. Steikið á meðan kjúklingabringurnar á annarri pönnu þar til þær eru fulleldaðar og setjið saman við laukinn ásamt chilí.
Setjið kasjúhneturnar í matvinnsluvél bætið vatni við eftir þörfum (ég notaði um 2-3 msk) vinnið þar til þetta er orðið að mauki. Hellið því svo út á pönnuna ásamt maukuðu tómötunum. Kryddið því næst og smakkið til með salti.
Látið þetta malla í 10-15 mínútur. Setjið í skál og látið saxað kóríander yfir allt. Berið fram með hrísgrjónum og góðu naan brauði.