
Indverskur kartöflukarrý grænmetisréttur
Frábær indverskur grænmetisréttur sem er bragðgóður en samt ekki of flókinn.
45 mín
4
skammtar
652 kr.
Setja í körfu
Hráefni
652 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500 g Kartöflur
- 1 stk Laukur, saxaður
- 4 hvítlauksrif, söxuð
- 2 stk Chilí, söxuð
- 1 tsk Kanill
- 400 ml Kókosmjólk
- 400 g Saxaðir tómatar
- 2 dl Vatn
- 2 msk Garam masala
- 1 tsk Cumin
- 1 tsk Kóríander
- 0.5 tsk Kardimommur
- 1 tsk Chilí flögur
- 1 stk Salt
Skerið kartöflurnar í tvennt og sjóðið í saltvatni í 10 mínútur.
Setjið 2 msk af olíu á pönnu og steikið saxaðan lauk, hvítlauk og chilí á pönnu í 1 mínútu. Bætið kryddum þá saman við og blandið vel saman.
Takið vatnið frá kartöflunum og bætið olíu í pottinn. Brúnið kartöflurnar og bætið síðan hvítlauks og chilíblöndunni saman við kartöflurnar.
Hellið kókosolíu, tómötunum og vatni út í pottinn og látið malla í 20-30 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
Smakkið til með salti.